Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. maí 2023 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville lætur eigendur Man Utd heyra það
Avram Glazer og Joel Glazer
Avram Glazer og Joel Glazer
Mynd: Getty Images

Eigendaskipti á Manchester United hafa gengið hægt en talið er að Sir Jim Ratcliffe muni að lokum verða nýr eigandi félagsins.


Glazer fjölskyldan sem á Man Utd hefur verið mjög umdeild.

Gary Neville fyrrum leikmaður United er allt annað en sáttur með söluferlið. Hann sagði sína skoðun á Twitter í dag.

„Það er alveg augljóst að Glazer fjölskyldan er ekki að fara tilkynna neitt fyrr en tímabilinu er lokið! Þeir hafa verið að tefja þetta ófagmannlega í margar vikur og mánuði," skrifar Neville.

Talið er að Ratcliffe muni hafa betur gegn Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani. Tilboðið er talið vera 5 milljarðar punda og að Glazer fjölskyldan eigi áfram smá hlut í félaginu.

„Þeir vita að mótmælin voru algengari en þau eru ef það væru leikir enn í gangi og niðurstaðan á sölunni væri óvinsæl. Að einhver fjölskyldumeðlimur yrði áfram er óásættanlegt fyrir stuðningsmennina. ER það þess vegna sem þeir eru að tefja þetta?"


Athugasemdir
banner
banner