Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   mið 31. maí 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
RB Leipzig félagið sem er að reyna kaupa Carvalho
Mynd: Getty Images
Fjallað var um að Liverpool hefði hafnað tilboði frá Meistaradeildarfélagi í Fabio Carvalho. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því í dag að umrætt félag sé þýska félagið RB Leipzig.

Liverpool vill ekki selja leikmanninn en gæti verið opið fyrir því að samþykkja tilboð ef því fylgir ákvæði um að Liverpool geti keypt sóknarmanninn til baka fyrir ákveðna upphæð. Romano segir að félögin muni ræða þann möguleika fljótlega.

Liverpool keypti Portúgalann af Fulham á síðasta ári fyrir 7,7 milljónir punda. Carvalho var í takmörkuðu hlutverki á tímabilinu, byrjaði einungis einn leik eftir áramót og lék alls 64 mínútur í 21 leik á tímabilinu. Í þeim skoraði hann þrjú mörk.

Portúgalski leikmaðurinn vill fá að spila meira og í færslu á Instagram í upphafi vikunnar gaf hann sterklega í skyn að hann vildi fara til annars félags. Carvalho birti mynd af sér með lyndistákni af keðjum eins og honum sé haldið föngnum hjá Liverpool.

Carvalho er tvítugur og var á sínum tíma á mála hjá Benfica. Hann fluttist til Englands þegar hann var ellefu ára gamall og árið 2015 gekk hann í raðir Fulham. Hann lék fyrst með yngri landsliðum Englands en valdi að spila fyrir portúgalska U21 landsliðið.

Sjá einnig:
Klopp hrósar Carvalho í hástert - Fer hann á láni?
Carvalho ósáttur og lætur alla vita af því - „Eina sem ég geri núna“
Athugasemdir
banner
banner
banner