Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi: Þessi gríma er svolítið fræg
Ragnar Bragi ræðir við dómarann í leiknum í gær.
Ragnar Bragi ræðir við dómarann í leiknum í gær.
Mynd: Raggi Óla
Í baráttu við Þóri Guðjónsson.
Í baráttu við Þóri Guðjónsson.
Mynd: Raggi Óla
„Þetta eru bara varúðarráðstafanir," sagði Ragnar Bragi Sveinsson leikmaður Fylkis við Fótbolta.net aðspurður afhverju hann spilaði með grímu í síðustu tveimur leikjum gegn HK og Fram.

Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar og kom inná sem varamaður gegn HK um helgina. Hann var svo í byrjunarliðinu gegn Fram í gær, í fyrsta sinn síðan hann meiddist.

„Það eru sex vikur í dag frá því ég fór í aðgerð og þá á þetta að vera alveg gróið. Í bili eru þetta varúðarráðstafanir og líka fyrir sjálfan mig til að fá andlegan stuðning. Ég fylgi bara leiðbeiningunum."

„Þessi gríma er svolítið fræg, því hún er 'custom made' í Össur og ég ber þeim bestu þakkir. Þessir menn í Össur redduðu mér þvílíkt."


Strax á fyrstu mínútu leiksins gegn Fram í Mjólkurbikarnum í gær stökk Ragnar Bragi upp og skallaði boltann. Var hann alveg óhræddur?

„Ég finn meira fyrir því þegar ég skalla með grímuna, hún tekur af mér höggið þegar boltinn lendir á mér og ég skalla. Í hita leiksins gleymir maður því alveg að maður sé með grímu en maður verður mikið sveittari og það myndast gufubað þarna inni. Ég set vaselín og allskonar og er með öll trikkin í bókinni með þessa grímu."

Þó svo Fylkir hafi tapað leiknum í vítaspyrnukeppni var Ragnar Bragi frábær í leiknum, vann vel, átti góðar sendingar og var út um allt.

„Ég er búinn að vera persónuleg rosalega spenntur að fá að spila aftur og sérstaklega því liðinu hefur gengið vel í deildinni og búinn að vera stemmning í þessu og uppgangur. Það er líka mikið af Fylkisstrákum að spila og ég hef verið extra bitur að fá ekki að vera með í því," sagði hann.

„En ég er allavega kominn in aftur núna og það er gott. Samt er ég fúll að tapa þessum bikarleik í Safamýri á móti Fram."
Ragnar Bragi: Alls ekki fúlir út í hann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner