Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 31. ágúst 2021 21:41
Victor Pálsson
Jón Þór: Hann átti ekki margar aukaspyrnur inni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, segir að jafntefli hafi veroð sanngjörn niðurstaða í leik gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Vestri

Afturelding var með 2-1 forystu þegar stutt var eftir í leiknum en Vestri jafnaði metin þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur með fullt af færum. Úr því sem komið var þá var þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Jón Þór.

„Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum, mér fannst við geta gert betur. Við létum þá spila okkur full auðveldlega í 1-2 og þríhyrninga og við ræddum það vel í hálfleiknum. Það skánaði fannst mér í seinni hálfleik en nánast allan leikinn er þetta opið."

Benedikt V. Waren var tekinn af velli í seinni hálfleik og ræddi Jón Þór aðeins þá ákvörðun og einnig um tímann hingað til hjá Vestra.

„Við höfum lent alltof oft í því að enda leikina manni færri og ég held að Beno hafi ekki átt margar aukaspyrnur inni eftir þessi læti þarna. Hann er skynsamur strákur en okkur fannst að það væri stutt í seinna gula spjaldið."

„Ég er virkilega ánægður með liðið. Við lendum í eins og aðrir að stoppa vegna COVID og það var stopp sem við þurftum ekki á að halda. Það setur strik í reikninginn en líka hjá fleirum í deildinni. Við getum ekki vælt yfir því."
Athugasemdir
banner