Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   þri 31. ágúst 2021 21:41
Victor Pálsson
Jón Þór: Hann átti ekki margar aukaspyrnur inni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, segir að jafntefli hafi veroð sanngjörn niðurstaða í leik gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Vestri

Afturelding var með 2-1 forystu þegar stutt var eftir í leiknum en Vestri jafnaði metin þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur með fullt af færum. Úr því sem komið var þá var þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Jón Þór.

„Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum, mér fannst við geta gert betur. Við létum þá spila okkur full auðveldlega í 1-2 og þríhyrninga og við ræddum það vel í hálfleiknum. Það skánaði fannst mér í seinni hálfleik en nánast allan leikinn er þetta opið."

Benedikt V. Waren var tekinn af velli í seinni hálfleik og ræddi Jón Þór aðeins þá ákvörðun og einnig um tímann hingað til hjá Vestra.

„Við höfum lent alltof oft í því að enda leikina manni færri og ég held að Beno hafi ekki átt margar aukaspyrnur inni eftir þessi læti þarna. Hann er skynsamur strákur en okkur fannst að það væri stutt í seinna gula spjaldið."

„Ég er virkilega ánægður með liðið. Við lendum í eins og aðrir að stoppa vegna COVID og það var stopp sem við þurftum ekki á að halda. Það setur strik í reikninginn en líka hjá fleirum í deildinni. Við getum ekki vælt yfir því."
Athugasemdir