Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 31. ágúst 2021 21:41
Victor Pálsson
Jón Þór: Hann átti ekki margar aukaspyrnur inni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, segir að jafntefli hafi veroð sanngjörn niðurstaða í leik gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Vestri

Afturelding var með 2-1 forystu þegar stutt var eftir í leiknum en Vestri jafnaði metin þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur með fullt af færum. Úr því sem komið var þá var þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Jón Þór.

„Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum, mér fannst við geta gert betur. Við létum þá spila okkur full auðveldlega í 1-2 og þríhyrninga og við ræddum það vel í hálfleiknum. Það skánaði fannst mér í seinni hálfleik en nánast allan leikinn er þetta opið."

Benedikt V. Waren var tekinn af velli í seinni hálfleik og ræddi Jón Þór aðeins þá ákvörðun og einnig um tímann hingað til hjá Vestra.

„Við höfum lent alltof oft í því að enda leikina manni færri og ég held að Beno hafi ekki átt margar aukaspyrnur inni eftir þessi læti þarna. Hann er skynsamur strákur en okkur fannst að það væri stutt í seinna gula spjaldið."

„Ég er virkilega ánægður með liðið. Við lendum í eins og aðrir að stoppa vegna COVID og það var stopp sem við þurftum ekki á að halda. Það setur strik í reikninginn en líka hjá fleirum í deildinni. Við getum ekki vælt yfir því."
Athugasemdir
banner
banner