Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 31. ágúst 2021 09:01
Elvar Geir Magnússon
Moise Kean aftur til Juventus (Staðfest)
Moise Kean er kominn til Juventus á ný.
Moise Kean er kominn til Juventus á ný.
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Moise Kean er genginn að nýju í raðir Juventus en hann hefur gert tveggja ára lánssamning.

Juve er skyldað til að kaupa þennan 21 árs leikmann fyrir 24 milljónir punda sumarið 2023.

Kean snýr aftur til Tórínó aðeins tveimur árum eftir að hann gekk í raðir Everton fyrir 25 milljónir punda.

„Hann er kominn aftur heim og við erum tilbúin að bjóða hann velkominn með mikilli ánægju," segir á heimasíðu Juventus.

Kean var upphaflega tíu ára gmall þegar hann gekk í raðir Juventus og spilaði hann fyrsta aðalliðsleik sinn þegar hann var sextán ára gamall. Hann skoraði átta mörk í 21 leik fyrir Juventus áður en hann fór til Everton 2019.

Hann skoraði fjögur mörk í 39 leikjum í öllum keppnum fyrir Everton en i 26 af þeim leikjum kom hann af bekknum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var á láni hjá Paris Saint-Germain á síðasta tímabili, skoraði þá sextán mörk í 36 leikjum.

Í dag er gluggadagurinn. Lokað verður fyrir félagaskipti klukkan 22:00 í kvöld og Fótbolti.net fylgist grannt með öllu sem gerist.
Athugasemdir
banner