Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. ágúst 2022 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Skil ekki alveg að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna"
Icelandair
Elín Metta (önnur frá vinstri) á æfingu hjá landsliðinu á Laugardalsvelli í dag.
Elín Metta (önnur frá vinstri) á æfingu hjá landsliðinu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta með bikarinn síðasta laugardag. Hún kom ekki við sögu í leiknum.
Elín Metta með bikarinn síðasta laugardag. Hún kom ekki við sögu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Elín Metta Jensen hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu með Val í sumar. Hún er einn besti sóknarmaður landsins en hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

Fjallað var um að Elín hefði glímt við erfið veikindi eftir Evrópumótið, en eftir veikindin hefur hún ekki verið í byrjunarliði Vals.

Hún kom ekkert við sögu í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi, en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefur lítið tjáð sig um það af hverju landsliðskonan hefur verið svona mikið á bekknum. Hann segir bara að hann velji liðið eins og hann vill.

Þrátt fyrir bekkjarsetuna er Elín, sem er 27 ára, áfram í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni í undankeppni HM.

„Þetta var tækifæri til að velja Jasmín Erlu sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið. Hún er búin að skora tíu mörk og leggja upp tvö. Hún er markahæst í (Bestu) deildinni og er búin að vera ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg að velja Elín Mettu á þeim stað sem hún er núna," sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss, í upphitunarþætti fyrir komandi landsleiki á Stöð 2 Sport í gær.

„Hún kemur ekki inn á í bikarúrslitaleiknum. Ég velti fyrir mér hvað hennar hlutverk er."

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, liðsfélagi Elínar í Val, var einnig sérfræðingur í þættinum og spurði Bára hana út í Elínu.

„Elín Metta er frábær leikmaður. Berglind (Björg Þorvaldsdóttir) var góð á EM og mér finnst hún hafa vaxið inn í þetta hlutverk. Berglind er senter númer eitt."

„Elín Metta er frábær leikmaður en er búin að vera í vandræðum með líkamann á sér og hausinn á sér. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hóp finnst mér erfitt að svara. Hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta," sagði Adda, en Elín hefur verið í krefjandi námi samhliða fótboltanum og hefur stundum reynst erfitt fyrir hana að púsla öllu saman.

Hún tók sér pásu fyrir yfirstandandi leiktíð en mætti aftur áður en tímabilið hófst. Hún fór með Íslandi á EM en var í litlu sem engu hlutverki þar, sem var örugglega pirrandi og ákveðin vonbrigði fyrir hana. Eftir EM glímdi hún við veikindi og hefur verið á bekknum hjá Val að undanförnu, sem hefur örugglega ekki verið skemmtilegt heldur.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM næstkomandi föstudag og svo spilar liðið við Holland í næstu viku.

Sjá einnig:
Skuggaframherjinn sem á skilið tækifæri með íslenska landsliðinu
Engin spurning að Elín Metta yrði áfram í hópnum
Skrítnar sögur um Elínu eftir EM - „Það er víst algjört kjaftæði"
Athugasemdir
banner