Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. október 2020 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin ekki leikmaður sem Kórdrengir hafa rætt við
Gary Martin í leik með ÍBV í sumar.
Gary Martin í leik með ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, segir að félagið sé byrjað að ræða við einhverja leikmenn fyrir næstu leiktíð en Gary Martin sé ekki þar á meðal.

Kórdrengir voru í gær krýndir sigurvegarar 2. deildar karla eftir að KSÍ tók ákvörðun um að slaufa Íslandsmótinu. Kórdrengir vinna 2. deildina á meðalfjölda stiga.

Sjá einnig:
Kórdrengir í Lengjudeildina á fjórum árum - „Tilfinningin hálf ólýsanleg"

Það hafa verið ýmsar sögur á lofti varðandi leikmenn sem gætu fariðí Kórdrengi. Enski sóknarmaðurinn Gary Martin er einn þeirra sem hefur verið orðaður við félagið, en hann lék með ÍBV í sumar.

„Við erum byrjaðir að ræða við leikmenn en Gary Martin er ekki einn af þeim," sagði Davíð Smári í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Ég og Gary Martin erum ágætis félagar og við tölum oft saman, en það hefur ekkert verið rætt að hann sé á leiðinni til okkar."

En er möguleiki á að það gerist?

„Það hefur aldrei verið rætt að hann sé á leið til okkar. Við höfum ekki rætt það við hann eða neitt. Við erum með frábæran mann í sömu stöðu og vonandi verður hann áfram. Fyrst og fremst erum við að einblína á það að halda þeim leikmönnum sem við viljum halda," sagði Davíð.

Albert Brynjar Ingason var frábær með Kórdrengjum í sumar. Hann skoraði 14 mörk í 20 leikjum í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner