Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 31. desember 2020 18:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Örvar á leið til Möltu - „Mjög langsótt tenging"
GÖ gegn Leikni í sumar.
GÖ gegn Leikni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Framherjinn Gunnar Örvar Stefánsson er á leiðinni til Möltu að láni frá KA. Gunnar mun þar leika með St. Andrews í næstefstu deild á Möltu út tímabilið.

Gunnar er 26 ára gamall KA maður sem einnig hefur leikið með Þór og Magna á sínum meistaraflokksferli.

Gunnar tók þátt í átta leikjum með KA á liðinni leiktíð en hann glímdi við meiðsli sem héldu honum frá vellinum hluta af sumrinu.

Fótbolti.net fékk ábendingu um þessi verðandi félagaskipti og heyrði fréttaritari í Gunnari í dag.

Hvernig kom þetta til?

„Yfirmaður hjá liðinu úti þekkir einhvern íslenskan gæja. Sá Íslendingur er ekkert tengdur inn í íslenskan fótbolta en mér skilst að hann hafi talað við einhvern og einhver bent honum á mig. Ég veit ekki alveg allt ferlið, þetta fór svo í gegnum KA," sagði Gunnar.

Fréttaritari skaut þá inn að þetta hljómaði eins og löng leið frá því að lið á Möltu vanti framherja og lausnin sé Íslendingur.

„Já, þetta er mjög langsótt tenging en það er bara svona," sagði Gunnar.

Nánar verður rætt um Gunnar í viðtali sem birtist seinna í kvöld. Þar fer hann yfir fyrri dvalir erlendis og ævintýrið með Magna svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir
banner
banner
banner