Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. desember 2010 16:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Roy Hodgson biður um þolinmæði
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn liðsins að sýna þolinmæði.

Hodgson mun líklega reyna að fá leikmenn til Liverpool í janúar en hann segir að það geti tekið tíma fyrir liðið að ná Meistaradeildarsæti á nýjan leik.

,,Ég myndi biðja um þolinmæði. Auðvitað viljum við að Liverpool verði eins og gamla Liverpool. Við viljum vera í Meistaradeildinni á hverju ári," sagði Hodgson.

,,Við gætum aftur á móti þurft að taka því að það muni taka okkur meira en nokkra mánuði. Það er lítill fórnarkostnaður ef að þú nærð að gera þetta rétt. Þú þarft bara að horfa á liðin sem hafa reynt að halda sér í deildinni eða reynt að komast í topp fjóra."

,,Félög hafa verið eyðilögð af fólki sem tekur slæmar ákvarðanir. Það er ekki af því að eigendurnir hafa ekki gefið pening eða sýnt stjóranum stuðning. Þau hafa bara fengið ranga menn til sín."

banner
banner
banner