Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 26. desember 2010 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Deschamps á óskalista Liverpool
Didier Deschamps er orðaður við Liverpool.
Didier Deschamps er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Fer Edin Dzeko til Liverpool eða Man City?
Fer Edin Dzeko til Liverpool eða Man City?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en þar er búið að taka helsta slúðrið úr ensku sunnudagsmiðlunum og setja á einn stað.

Didier Deschamps er efstur á óskalista Liverpool sem eftirmaður Roy Hodgson knattspyrnustjóra. (News of the World)

Liverpool hefur boðið Utrecht 8,5 milljónir punda í framherjann Ricky van Wolfswinkel sem hefur skorað 11 mörk í 17 leikjum í Hollandi. (talkSPORT)

Roy Hodgson stjóri Liverpool hefur boðið Hollendingana Ryan Babel og Dirk Kuyt í skiptum fyrir Davide Santon hægri bakvörð Inter Milan. (IM SCouting)

Liverpool ætlar að reyna að kaupa Edin Dzeko frá Wolfsburg og gæti látið Ryan Babel og Daniel Agger í skiptum. Manchester City vill líka fá framherjann sem gæti farið á 34 milljónir punda vegna klásúlu í samningi sínum. (Sunday Telegraph)

Harry Redknapp stjóri Tottenham segir að hann muni bara reyna að styrkja hópinn ef eitthvað sérstakt kemur upp í janúar. (Sky Sports)

Manchester City gæti beint augum sínum að Oscar Cardozo landsliðsmanni Paragvæ sem leikur með Benfica ef þeir taka ekki Hulk frá Porto. (Daily Mail)

City er í viðræðum við Bordeaux um franska landsliðsmanninn Alou Diarra sem er djúpur varnarmaður sem á 29 leiki að baki fyrir Frakka. (IMScouting)

Steve Kean stjóri Blackburn hefur áhuga á að fá David Beckham í janúar. (talkSPORT)

Arsene Wenger stjóri Arsenal útilokar að reyna að fá Beckham því hann hefur ekki pláss fyrir hann í sínum hóp. (The Sun)

Manchester United hefur áhuga á Lassana Diarra miðjumanni Real Madrid. (Caughtoffside.com)

Newcastle vill fá Shaun Wright-Phillips á láni frá Manchester City í janúar. (People)

Mancheser United er komið í baráttuna um að fá belgíska landsliðsmanninn Eden Hazard á 20 milljónir punda frá Lille. (Star Sunday)

Stoke City ætlar að bjóða 5 milljónir punda í Stephen Ireland leikmann Aston Villa. (Star Sunday)

Carlo Ancelotti stjóri Chelsea fær ekki að kaupa leikmenn í janúar. (Mail on Sunday)
banner
banner
banner