Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   þri 02. september 2008 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Opinber vefsíða Everton 
Everton keypti sinn dýrasta leikmann frá upphafi í gær
Marouane Fellaini í baráttu við Fernando Torres í Meistaradeildinni fyrir nokkrum dögum.
Marouane Fellaini í baráttu við Fernando Torres í Meistaradeildinni fyrir nokkrum dögum.
Mynd: Getty Images
Everton setti í gærkvöld félagsmet þegar félagið keypti belgíska landsliðsmanninn Marouane Fellaini frá Standard Liege á 18,5 milljónir evra, 15 milljónir punda.

Standard Liege eru einmitt mótherjar Everton í UEFA Cup eftir að liðin drógust saman í keppninni fyrir skömmu.

Gengið var frá kaupum á honum rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði í gærkvöld eftir að viðræður höfðu átt sér stað um helgina.

Everton staðfesti svo kaupin eftir miðnætti og Fellaini gerir fimm ára samning við Everton en kaupverðið 18,5 milljónir punda gæti hækkað gangi ákveðin atriði eftir í samningnum.

,,Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla sem tengjast félaginu. Við höfum keypt einn mest spennandi leikmann Evrópuboltans sem mun eiga stóran hlut í Everton á næstu fimm árum," sagði Robert Elstone framkvæmdastjóri Everton á vefsíðu félagsins.

Fellaini er 20 ára gamall og hefur leikið 84 leiki fyrir belgísku meistarana og skorað í þeim ellefu mörk.

Hann vakti athygli í tapi gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði og hafði einnig verið orðaður við tottenham og Aston Villa.

Hann lék sinn fyrsta leik með Belgíu á síðasta ári og hefur leikið 10 landsleiki auk þess sem hann lék á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann fékk rautt spjald í opnunarleiknum gegn Brasilíu fyrir tvö gul spjöld.
Athugasemdir
banner
banner