Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. nóvember 2015 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir 
Myndband: Markið og stoðsendingin hjá Arnóri Ingva í gær
Arnór Ingvi skorar hér markið sitt
Arnór Ingvi skorar hér markið sitt
Mynd: Getty Images
Malmö 0 - 2 Norrköping
0-1 Emir Kujovic ('30 )
0-2 Arnór Ingvi Traustason ('93 )
Rautt spjald: Markus Rosenberg, Malmö ('5 )
Rautt spjald: Franz Brorsson, Malmö ('77 )

Norrköping varð í gær sænskur meistari í fyrsta sinn síðan 1992, þegar liðið bar sigurorðið af Malmö, 2-0.

Arnór Ingvi Traustason var frábær í leiknum í gær, en hann lagði upp fyrra mark Norrköping og skoraði það síðara.

Arnór hefur farið á kostum með Norrköping á tímabilinu og er hann búinn að leggja upp flest mörk allra sænsku úrvalsdeildinni, en auk þess hefur hann skorað sjö mörk.

Vísir hefur nú birt myndband skemmtilegt myndband úr leiknum í gær og þar má m.a. sjá stoðsendinguna og markið hjá Arnóri. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner