Ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Napoli hafi enn áhuga á Kobbie Mainoo en félagið þarf að losa sig við Noa Lang áður en það getur snúið sér að Mainoo.
Napoli ætlar að styrkja miðjuna í janúar og Mainoo er efstur á óskalistanum.
Samkvæmt Gazzetta mun Napoli vera með nægilegt fjárhagslegt bolmagn til að fá Mainoo ef Lang fer.
Hollenski vængmaðurinn er undir smásjá Galatasaray og Napoli er tilbúið að selja hann í janúar. Hann hefur átt í vandræðum eftir komuna frá PSV síðasta sumar.
Hann hefur skorað eitt mark í 20 leikjum en hann hefur aðeins verið sjö sinnum í byrjunarliðinu.
Athugasemdir



