Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Gasperini tapaði á gamla heimavellinum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Atalanta 1 - 0 Roma
1-0 Giorgio Scalvini ('12 )

Miðvörðurinn sókndjarfi Giorgio Scalvini skoraði eina mark leiksins er Atalanta tók á móti AS Roma í lokaleik dagsins í ítalska boltanum.

Scalvini skoraði eftir hornspyrnu á 12. mínútu og hélt Gianluca Scamacca að hann hefði tvöfaldaði forystuna á 29. mínútu, en markið var dæmt af eftir langa athugun í VAR-herberginu. Scamacca var naumlega rangstæður í upphafi sóknarinnar þegar hann hafði áhrif á hegðun varnarmanns Rómverja.

Atalanta var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna en seinni hálfleikurinn var talsvert jafnari. Bæði lið fengu hálffæri til að skora en áttu í erfiðleikum með að skapa sér góð færi, svo lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn.

Þetta eru dýrmæt stig fyrir Atalanta sem er í áttunda sæti með 25 stig eftir 18 umferðir, átta stigum á eftir Roma sem er í meistaradeildarbaráttunni.

Þetta var í fyrsta sinn sem Gian Piero Gasperini þjálfari Roma snýr aftur á hliðarlínuna í Bergamó, heimabæ Atalanta, eftir brottför frá félaginu fyrir rúmlega hálfu ári síðan. Gasperini er goðsögn hjá félaginu eftir níu frábær ár við stjórnvölinn og fékk góðar móttökur frá áhorfendum.
Athugasemdir
banner
banner