Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   lau 03. janúar 2026 11:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Aston Villa og Forest: Ola Aina byrjar eftir fjögurra mánaða fjarveru
Mynd: EPA
20. umferð úrvalsdeildarinnar hefst í dag á leik Aston Villa og Nottingham Forest á Villa Park.

Unai Emery gerir fjórar breytingar á liði Aston Villa sem tapaði 4-1 gegn Arsenal. Matty Cash og Boubacar Kamara snúa eftir eftir eins leiks bann, þeir koma inn fyrir Lamare Bogarde og Amadou Onana en sá síðarnefndi er meiddur.

John McGinn og Ian Maatsen koma inn fyrir Jadon Sancho og Lucas Digne.

Ola Aina kemur beint í byrjunarliðið hjá Forest en hann hefur verið fjarverandi síðan í byrjun september vegna meiðsla, hann kemur inn fyrir Oleksandr Zinchenko. Callum Hudson-Odoi er ekki í hópnum en Dilane Bakwa kemur inn í hans stað. Arnaut Kalimuendo er í hópnum en hann hefur verið orðaður við Frankfurt.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Lindelof, Maatsen, Kamara, Tielemans, McGinn, Buendia, Rogers, Watkins.
Varamenn: Bizot, Digne, Garcia, Carroll, Bogarde, Hemmings, Sancho, Malen, Jimoh-Aloba.

Forest: Victor, Aina, Williams, Murillo, Milenkovic, Williams, Dominguez, Anderson, Hutchinson, Bakwa, Gibbs-White, Igor Jesus.
Varamenn: Sels, Morato, Awoniyi, Luiz, Kalimuendo, McAtee, Zinchenko, Savona, Abbott.
Athugasemdir
banner
banner