Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   lau 03. janúar 2026 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frá Víkingi til Álaborgar (Staðfest)
Mynd: Víkingur/Hörður Ágústsson
Mynd: Víkingur/Hörður Ágústsson
Danska félagsliðið AaB frá Álaborg hefur ráðið Íslending í starfsteymið sitt.

Sá heitir Grímur Andri Magnússon og lék síðast fótbolta með Vestra í Lengjudeildinni sumarið 2023.

Grímur Andri var ráðinn í starfsteymi Víkings R. sem leikgreinandi fyrir einu ári síðan og stóð sig vel. Núna tekur hann stökkið yfir til Danmerkur þar sem hann mun starfa sem leikgreinandi hjá AaB.

Grímur er fæddur 2002 og því aðeins 23 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér í bransanum.

Hann reynir núna fyrir sér hjá AaB sem leikur í næstefstu deild í Danmörku og er í harðri baráttu um sæti í efstu deild.

Grímur býr yfir góðri reynslu þrátt fyrir ungan aldur þar sem hann hefur einnig starfað fyrir íslenska U19 landsliðið.

Grímur ólst upp hjá FH en lék með Reyni Sandgerði og Vestra í meistaraflokki, áður en hann lagði allt púður í að gerast leikgreinandi.

Nóel Atli Arnórsson er á mála hjá AaB.
Athugasemdir
banner
banner
banner