Bournemouth tapaði naumlega gegn toppliði Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Bournemouth vann Arsenal í tvígang á síðustu leiktíð og tók forystuna í dag, en tapaði að lokum 2-3.
Þegar komið var seint í uppbótartíma voru heimamenn í Bournemouth í leit að jöfnunarmarki og fengu þeir dæmt innkast á lokasekúndunum. Antoine Semenyo grýtti boltanum inn í teiginn en Arsenal kom honum frá.
Boltinn barst aftur til Semenyo sem hafði pláss úti á vængnum til að gefa fyrirgjöf, en hann fékk ekki tækifæri til að senda boltann fyrir markið út af því að Chris Kavanagh dómari flautaði leikinn af.
Leikmenn Bournemouth brugðust ekki vel við lokaflautinu, þeir sprettu að dómaranum og umkringdu hann í mótmælaskyni eins og má sjá hér fyrir neðan.
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth kvartaði einnig undan dómgæslunni í viðtali að leikslokum.
???? - Bournemouth are FURIOUS that Semenyo was not allowed to put the final cross in here! pic.twitter.com/BfQMYFb5mg
— The Touchline | ???? (@TouchlineX) January 3, 2026
????Bournemouth players' Furious at the match referee for blowing the whistle while the ball was in a dangerous area pic.twitter.com/u3sCBkXovE
— KinG £ (@xKGx__) January 3, 2026
Bournemouth players surround referee Chris Kavanagh. They feel he blew whistle for full time early. #afc pic.twitter.com/9BnRfrzo6e
— Isaan Khan (@IsaanKhan_) January 3, 2026
Athugasemdir


