Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 17:17
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Preston og Wrexham á blússandi siglingu
Mynd: Blackburn Rovers
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikir dagsins í Championship deildinni einkenndust af miklum kulda en nokkrum leikjum þurfti að fresta vegna slæmra vallaraðstæðna útaf miklu frosti.

Íslendingalið Blackburn Rovers og Preston North End mættu til leiks í dag en Andri Lucas Guðjohnsen og Stefán Teitur Þórðarson voru ekki með vegna meiðsla.

Blackburn lenti tveimur mörkum undir á heimavelli gegn Charlton Athletic þar sem Charlie Kelman skoraði tvennu með sex mínútna millibili.

Moussa Baradji minnkaði muninn skömmu síðar og gerði svo jöfnunarmark í síðari hálfleik, svo lokatölur urðu 2-2. Blackburn er með 28 stig eftir 25 umferðir, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Preston vann í Bristol þar sem Lewis Dobbin og Alfie Devine skoruðu mörkin. Preston er í fjórða sæti, aðeins þremur stigum frá öðru sætinu með 43 stig eftir 26 leiki.

Preston er með jafn mörg stig og Millwall sem lagði velska félagið Swansea að velli en samlandar þeirra í Wrexham unnu sinn fjórða leik í röð.

Ben Brereton Díaz skoraði eitt mark í sigri Wrexham gegn Derby County og er þetta sögufræga lið komið með 40 stig, einu stigi frá umspilssæti.

Middlesbrough rúllaði þá yfir Southampton og er loksins komið aftur á sigurbraut eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum. Liðið er í öðru sæti með 46 stig, sex stigum á eftir toppliði Coventry sem tapaði fyrr í dag.

Stoke City vann að lokum Norwich City og er einu stigi frá umspilssæti eftir sigurinn.

Þess má geta að Benoný Breki Andrésson kom við sögu í 1-0 tapi Stockport County gegn Reading í League One deildinni. Benoný fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

Blackburn 2 - 2 Charlton Athletic
0-1 Charlie Kelman ('28 )
0-2 Charlie Kelman ('34 , víti)
1-2 Moussa Baradji ('37 )
2-2 Moussa Baradji ('77 )

Bristol City 0 - 2 Preston NE
0-1 Lewis Dobbin ('8 )
0-2 Alfie Devine ('70 )

Derby County 1 - 2 Wrexham
0-1 Toby Samuel Smith ('25 )
1-1 Ben Brereton Diaz ('34 )
1-2 Matty James ('48 )

Millwall 2 - 1 Swansea
1-0 Mihailo Ivanovic ('38 )
1-1 Ben Cabango ('47 )
2-1 Caleb Taylor ('90 )

Middlesbrough 4 - 0 Southampton
1-0 Morgan Whittaker ('54 )
2-0 Sam Silvera ('61 )
3-0 Morgan Whittaker ('66 )
4-0 Alan Browne ('76 )

Norwich 0 - 2 Stoke City
0-1 Sam Gallagher ('75 )
0-2 Sorba Thomas ('82 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
13 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
14 Leicester 25 9 7 9 35 37 -2 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner