Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þrjú rauð í sigri Napoli
Matteo Politano
Matteo Politano
Mynd: EPA
Lazio 0 - 2 Napoli
0-1 Leonardo Spinazzola ('13 )
0-2 Amir Rrahmani ('32 )
Rautt spjald: ,Adam Marusic, Lazio ('88)Pasquale Mazzocchi, Napoli ('88)

Napoli vann Lazio í fjörugum leik í ítölsku deildinni í dag.

Eftir rúmlega tíu mínútna leik átti Matteo Politano fyrirgjöf og Leonardo Spinazzola komst í boltann og skoraði örugglega.

Tuttugu mínútum síðar skallaði Amir Rrahmani boltann í netið eftir aukaspyrnu frá Politano.

Lazio náði ekki skoti að marki en liðið missti tvo leikmenn af velli. Þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Tijjani Noslin, framherji Lazio, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Undir blálokin lentu Adam Marusic og Pasquale Mazzocchi í áflogum og fengu báðir rautt spjald.

Napoli er í 2. sæti með 37 stig, stigi á eftir toppliði Milan. Lazio er í 9. sæti með 24 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
2 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Juventus 18 9 6 3 24 16 +8 33
5 Roma 18 11 0 7 20 12 +8 33
6 Como 17 8 6 3 23 12 +11 30
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
10 Sassuolo 18 6 5 7 23 22 +1 23
11 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 17 4 5 8 12 23 -11 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 18 1 9 8 13 25 -12 12
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner