Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Höfum ekkert heyrt frá Man Utd"
Baleba hefur spilað 96 leiki fyrir Brighton.
Baleba hefur spilað 96 leiki fyrir Brighton.
Mynd: EPA
Paul Barber, framkvæmdastjóri og forseti Brighton, segir að félagið hafi engin áform um að selja miðjumanninn Carlos Baleba, sem er ennþá með tvö og hálft ár eftir af samningi.

Baleba, sem á 22 ára afmæli í dag, er lykilmaður í liði Brighton og eftirsóttur af ýmsum félögum - einna helst Manchester United.

Baleba hefur verið sterklega orðaður við félagaskipti til Man Utd en flestir fjölmiðlar eru sammála um að Rauðu djöflarnir munu reyna að kaupa hann næsta sumar. Einhverjir hafa þó talað um að félagið vilji kaupa þennan landsliðsmann Kamerún strax í janúar.

„Við höfum ekki fengið neitt símtal frá Old Trafford eða neinum tengdum Manchester United," sagði Barber við talkSPORT.

„Við höfum engan vilja eða áform um að selja Baleba í þessum glugga eða í næstu gluggum. Við vitum að hann er hæfileikaríkur leikmaður með mikið af möguleikum fyrir framtíðina. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og við þurfum á honum að halda á seinni hluta tímabils. Okkur hlakkar til að fá hann aftur úr Afríkukeppninni."
Athugasemdir
banner
banner