Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd ætlar að bjóða í Baleba næsta sumar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester United hefur mikinn áhuga á kamerúnska miðjumanninum Carlos Baleba en Sky Sports er meðal fjölmiðla sem segir að félagið ætli ekki að kaupa hann í janúarglugganum.

Baleba er mjög ofarlega á óskalista Man Utd fyrir næsta sumar og hafa Rauðu djöflarnir sett sig í samband við Brighton og umboðsteymi leikmannsins.

Baleba, sem á 22 ára afmæli á morgun, er mikilvægur hlekkur í liði Brighton og landsliði Kamerún. Hann er staddur í Marokkó þessa stundina að keppa með Kamerún í Afríkukeppninni.

United ætlar að kaupa einn eða tvo öfluga miðjumenn næsta sumar til að styrkja byrjunarliðið.

Liðið er einnig að skoða Elliot Anderson, Adam Wharton og Joao Gomes sem spila allir í ensku úrvalsdeildinni.

Sky greinir þar að auki frá því að Man Utd er að skoða unga miðjumenn á borð við Ayyoub Bouaddi liðsfélaga Hákons Arnars Haraldssonar hjá Lille og Christos Mouzakitis hjá Olympiakos.
Sky Sports News can also exclusively reveal United are looking at younger prospects such as Lille's Ayyoub Bouaddi and Olympiacos' Christos Mouzakitis.

Kantmaðurinn Yan Diomande og framherjinn Jean-Philippe Mateta eru einnig á ratsjánni hjá félaginu ásamt Jeremy Jacquet, miverði Rennes.

   25.12.2025 10:00
Vill verða besti leikmaður heims

Athugasemdir
banner
banner