Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   lau 03. janúar 2026 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Útilokar ekki brottför frá Man City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nathan Ake gæti farið frá Man City í janúar en tækifærin hafa verið af skornum skammti.

Þessi þrítugi hollenski varnarmaður hefur aðeins þrisvar verið í byrjunarliðinu en hann var í liðinu í markalausu jafntefli gegn Sunderland á nýársdag.

„Það eina sem ég get sagt er að ég held áfram að berjast. Maður vill spila alla leiki. Ég ætla ekki að segja að ég ætti að spila alla leiki því Dias, Gvardiol, O'Reilly og öll vörnin hefur verið frábær en allir leikmenn vilja fá mínútur," sagði Ake.

Ake hefur verið orðaður við Bournemouth, Crystal Palace og Barcelona. Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, hefur tjáð Ake að hann þurfi að spila meira til að eiga möguleika á sæti í HM hópnum næsta sumar.

„Hann hefur nokkrum sinnum sagt við mig að hann vilji að ég spili meira og það er stundum erfitt að velja mig í landsliðið fyrst ég spila ekki mikið, það er augljóst," sagði Ake.


Athugasemdir
banner
banner
banner