Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rosenior í flugi á leið til London
Mynd: EPA
Franski miðillinn L'Equipe greinir frá því að Liam Rosenior er sestur upp í flugvél sem flýgur frá Frakklandi til London.

Allar líkur eru á því að Rosenior verði kynntur sem nýr þjálfari Chelsea á næstu dögum eftir að Enzo Maresca hætti á nýársdag.

   04.01.2026 07:30
Rosenior: Ég hef ekki rætt við neinn


Rosenior hefur gert flotta hluti sem aðalþjálfari hjá Strasbourg síðustu 18 mánuði en þar áður var hann við stjórnvölinn hjá Hull City.

Strasbourg og Chelsea eru systurfélög og hafa veðbankar og fjölmiðlar verið á sama máli allan tímann frá brottför Maresca: Rosenior verður næsti þjálfari Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner