Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fimm æskufélagar skrifa undir hjá Magna
Mynd: Magni
Fimm æskufélagar voru að skrifa undir nýja samninga við Magna í Grenivík en þeir eru allir fæddir um og eftir aldamót.

Oddgeir Logi Gíslason og Steinar Adolf Arnþórsson er fæddir um aldamótin og því elstir þeirra fimm. Steinar Adolf á 69 keppnisleiki að baki fyrir Magna og er Oddgeir með rúmlega 50 leiki að baki.

Ingólfur Birnir Þórarinsson og Þorsteinn Ágúst Jónsson eru fæddir 2001 en búa yfir umtalsvert meiri reynslu úr meistaraflokki heldur en vinir sínir sem eru ári eldri.

Ingólfur Birnir er með um 100 leiki að baki fyrir Magna en Þorsteinn Ágúst er leikjahæstur af þeim félögunum, með yfir 120 leiki. Þorsteinn var mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu er Magni fór upp úr 3. deild í fyrra.

Að lokum skrifaði Gunnar Berg Stefánsson, fæddur 2003, einnig undir samning. Hann er með tæpa 50 leiki að baki fyrir meistaraflokk hjá Magna.


Athugasemdir
banner
banner