Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 15:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingimar Stöle í Val (Staðfest)
Mynd: Valur
Ingimar Torbjörnsson Stöle er genginn til liðs við Val frá KA á frjálsri sölu þar sem samningurinn hans rann út.

Ingimar er 21 árs gamall og er uppalinn í Fjölni. Hann lék með Viking í Noregi áður en hann kom aftur heim og fór í KA árið 2023. Hann var á láni hjá FH seinni hluta tímabilsins 2024.

Fótbolti.net sagði frá því í nóvember að Ingimar væri á leið í Val.

Hann var hluti af liði KA sem vann MJólkurbikarinn og hefur reynslu úr Evrópuleikjum með liðinu.

„Það eru afar jákvæð tíðindi að Ingimar gangi til liðs við Val. Hann hefur sýnt og sannað að hann er einn fjölhæfasti leikmaður landsins. Í nútíma knattspyrnu er það gríðarlegur styrkur að hafa leikmann sem getur skipt áreynslulaust á milli beggja bakvarðarstaða og kantstöðunnar. Hann hefur getu til að hafa afgerandi áhrif í sóknarleiknum á sama tíma og hann heldur góðum varnaraga, sem veitir okkur mikinn sveigjanleika. Ingimar býr yfir reynslu úr Evrópukeppni og skilur kröfur knattspyrnu á hæsta stigi. Við teljum komu hans styrkja hópinn verulega til framtíðar," sagði Gareth Owen, tæknistjóri Vals.


Athugasemdir
banner
banner