Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Iraola frekar ósáttur með dómarann
Arteta og Iraola hafa þekkst lengi og eru góðir vinir.
Arteta og Iraola hafa þekkst lengi og eru góðir vinir.
Mynd: EPA
Semenyo er líklega á leið til Man City á næstu dögum.
Semenyo er líklega á leið til Man City á næstu dögum.
Mynd: EPA
Andoni Iraola þjálfari Bournemouth var svekktur eftir tap á heimavelli gegn toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bournemouth tók forystuna en lenti svo tveimur mörkum undir. Iraola talaði um hversu svekkjandi tapið er og kvartaði undan dómaranum þegar fréttamenn náðu tali af honum eftir lokaflautið.

„Þetta er tilfinning sem við höfum verið að glíma mikið við að undanförnu. Við gerum mikið af góðum hlutum en fáum lítið sem ekkert fyrir okkar vinnu. Við spiluðum flottan leik í dag en það var ekki nóg, Arsenal skoraði þrjú mörk án þess að skapa sér mikið af færum," sagði Iraola.

„Yfir heildina litið var þetta nokkuð jafn leikur. Við vorum betri í fyrri hálfleik og Arsenal betri í þeim seinni. Það er mjög erfitt að skora tvö mörk gegn Arsenal og það er verulega svekkjandi að skora tvisvar gegn þeim án þess að fá stig.

„Ég var frekar ósáttur með dómarann. Þriðja markið þeirra kom eftir aukaspyrnu sem átti aldrei að dæma og svo flautaði hann leikinn af þegar við vorum í sókn með alla menn inni í vítateignum."


Iraola var að lokum spurður út í framtíð kantmannsins Antoine Semenyo sem virðist vera á leið til Manchester City fyrir 65 milljónir punda.

„Ég býst við að hann spili næsta leik þrátt fyrir alla orðrómana, ég hef enga stjórn á þeim. Antoine er okkar leikmaður og mér hefur verið sagt að hann mun halda áfram að spila fyrir liðið svo lengi sem hann er samningsbundinn félaginu."

Bournemouth byrjaði úrvalsdeildartímabilið mjög vel í haust þrátt fyrir mikla blóðtöku síðasta sumar, en gengi liðsins hefur verið arfaslakt í vetur. Lærlingar Iraola eru ekki búnir að vinna fótboltaleik síðan í október og eiga aðeins 23 stig eftir 20 umferðir. Liðið er búið að fá 38 mörk á sig það sem af er tímabils og er því með eina af verstu varnarlínum deildarinnar.

„Við verðum að bæta varnarleikinn okkar, það er algjört undirstöðuatriði til að ná árangri."

Bournemouth tekur á móti Tottenham næsta miðvikudagskvöld.
Athugasemdir
banner