Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
banner
   fös 02. janúar 2026 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Þorri Bergmann áfram í Eyjum (Staðfest)
Mynd: ÍBV
Þorri Heiðar Bergmann er búinn að framlengja samning sinn við ÍBV en hann kom við sögu í tveimur keppnisleikjum með meistaraflokki í fyrra.

Þorri er uppalinn hjá Víkingi R. og gekk til liðs við ÍBV á frjálsri sölu um mitt síðasta sumar eftir að hafa spilað upp yngri flokkana í Víkinni.

Þorri er 18 ára gamall og gerir tveggja ára samning við ÍBV.

„Við erum stolt af því að tilkynna að Þorri hefur framlengt samning sinn við ÍBV til ársins 2027. Þorri er lykilmaður í okkar framtíðarplönum og leikmaður sem við lítum á sem einn af máttarstólpum félagsins á næstu árum," segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV.


Athugasemdir
banner
banner