Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea gerði Arsenal greiða í titilbaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester City 1 - 1 Chelsea
1-0 Tijjani Reijnders ('42 )
1-1 Enzo Fernandez ('94)

Manchester City tók á móti Chelsea í stórleik helgarinnar í enska boltanum þar sem Calum McFarlane var á hliðarlínunni hjá Chelsea eftir brottför Enzo Maresca á nýársdag.

City var sterkara liðið í fyrri hálfleik og tók forystuna á 42. mínútu þegar Tijjani Reijnders skoraði með góðu skoti. City vann boltann á miðjum vellinum og náði að sækja hratt til að koma varnarlínu Chelsea í vandræði. Boltinn endaði hjá Reijnders eftir smá atgang og gerði Hollendingurinn mjög vel að skapa sér pláss og skora með föstu skoti úr erfiðu færi.

Síðari hálfleikurinn var talsvert jafnari þar sem gestirnir í liði Chelsea fengu bestu færin en tókst ekki að gera jöfnunarmark í venjulegum leiktíma. Það var ekki mikið um færi í seinni hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu og þegar allt stefndi í 1-0 sigur City náðu þeir dökkbláu að gera jöfnunarmark upp úr þurru. Malo Gusto fékk pláss úti á hægri kantinum og kom boltanum fyrir og náði Enzo Fernández að pota honum yfir marklínuna af miklu harðfylgi.

Chelsea hafði lítið verið að ógna á lokamínútunum en þeim tókst að gera þetta jöfnunarmark. Gusto gerði mjög vel að koma sér framhjá Nico O'Reilly til að skapa sér pláss úti á vængnum.

Man City er sex stigum á eftir toppliði Arsenal í titilbaráttu úrvalsdeildarinnar eftir þetta jafntefli, með 42 stig eftir 20 umferðir - alveg eins og Aston Villa. Chelsea er í fimmta sæti, með 31 stig.
Athugasemdir
banner