Bournemouth 2 - 3 Arsenal
1-0 Evanilson ('10 )
1-1 Gabriel Magalhaes ('16 )
1-2 Declan Rice ('54 )
1-3 Declan Rice ('71 )
2-3 Eli Junior Kroupi ('77 )
1-0 Evanilson ('10 )
1-1 Gabriel Magalhaes ('16 )
1-2 Declan Rice ('54 )
1-3 Declan Rice ('71 )
2-3 Eli Junior Kroupi ('77 )
Gömlu vinirnir Andoni Iraola og Mikel Arteta mættust í gríðarlega spennandi úrvalsdeildarslag í dag þegar Bournemouth fékk topplið Arsenal í heimsókn.
Bournemouth hefur verið að spila mjög góðan fótbolta að undanförnu án þess að takast þó að sigra síðan í október.
Lærlingar Iraola byrjuðu af krafti og tóku forystuna snemma leiks þegar brasilíski framherjinn Evanilson skoraði auðvelt mark eftir afar slæm mistök í varnarlínu Arsenal. Samlandi hans Gabriel Magalhaes gaf Evanilson boltann í dauðafæri sem hann nýtti örugglega.
Gabriel var sársvekktur eftir mistök en bætti upp fyrir þau sex mínútum síðar með góðu skoti eftir atgang innan vítateigs.
03.01.2026 18:35
Sjáðu atvikin: Gabriel bætti upp fyrir herfileg mistök
Bournemouth var sterkari aðilinn í jöfnum fyrri hálfleik en tókst ekki að endurheimta forystuna, svo liðin gengu til búningsklefa í stöðunni 1-1.
Declan Rice tók forystuna fyrir Arsenal í upphafi síðari hálfleiks eftir laglega sóknarvinnu hjá Viktor Gyökeres sem lagði boltann á Martin Ödegaard sem kom honum svo á Rice sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr vítateignum.
Leikurinn var nokkuð jafn og var lítið um færi en Rice tvöfaldaði forystu Arsenal með skoti af stuttu færi á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Bukayo Saka úti á kantinum.
Eli Junior Kroupi minnkaði muninn með góðu skoti utan vítateigs og var mikil spenna í loftinu á lokamínútunum. Sex mínútum var bætt við en heimamönnum tókst ekki að skapa mikla hættu svo lokatölur urðu 2-3.
Dýrmæt stig fyrir Arsenal í titilbaráttunni. Lærlingar Mikel Arteta eiga núna 48 stig eftir 20 umferðir. Bournemouth er aðeins með 23 stig.
Þetta er frábær sigur fyrir Arsenal sem tapaði báðum leikjunum gegn Bournemouth á síðustu leiktíð.
Athugasemdir




