Fallbaráttulið West Ham United er búið að staðfesta kaup á brasilíska framherjanum Pablo sem kemur til liðsins úr röðum Gil Vicente í Portúgal.
Pablo lýkur við félagaskiptunum á afmælisdaginn þar sem hann er 22 ára í dag.
Hamrarnir borga 20 milljónir punda fyrir leikmanninn sem gerir fjögurra og hálfs árs samning við félagið, til sumarsins 2030.
Pablo hefur átt frábæran fyrri hluta tímabils í Portúgal þar sem hann er kominn með 9 mörk í 12 deildarleikjum, auk þess að gefa eina stoðsendingu.
Pablo ætti að vera liðtækur fyrir fallbaráttuslag West Ham gegn botnliði Wolves á morgun.
West Ham hefur byrjað nýtt ár af miklum krafti á leikmannamarkaðinum og er Pablo fyrsti leikmaðurinn sem kemur inn, en nokkrir í viðbót eru á leiðinni. Félagið er að ganga frá kaupum á argentínska framherjanum Taty Castellanos frá Lazio ásamt því að reyna að kaupa Adama Traoré frá Fulham og fá Raheem Sterling lánaðan frá Chelsea.
Pablo og Castellanos eiga að leysa vandamál liðsins í fremstu víglínu þar sem Niclas Füllkrug stóðst ekki væntingar og var lánaður til AC Milan.
Jarrod Bowen hefur leitt markaskorunina ásamt Callum Wilson en það hefur verið brýn þörf á nýjum framherja undanfarna mánuði.
Bowen er kominn með 6 mörk á tímabilinu og eru Wilson og Lucas Paquetá með 4 mörk hvor. Markaskorunin hefur verið afar dræm.
Ready to give every last drop ????
— West Ham United (@WestHam) January 2, 2026
Pablo is a Hammer ?? pic.twitter.com/Cv1D8P0DUR
Athugasemdir



