Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolves að rúlla yfir West Ham - Nuno undir mikilli pressu
Mateus Mane
Mateus Mane
Mynd: EPA
Það stefnir í að Wolves sé að fara vinna sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu en liðið er með 3-0 forystu gegn West Ham í hálfleik.

Kólumbíumaðurinn Jhon Arias skoraði fyrsta mark Wolves, eftir undirbúning Hwang Hee-Chan en það var fyrsta markið hans fyrir liðið eftir komuna frá Fluminense í sumar. Hwang bætti öðru markinu við úr vítaspyrnu.

Það var hinn 18 ára gamli Mateus Mane sem fiskaði vítið. Hann skoraði síðan þriðja mark liðsins með góðu skoti fyrir utan teig í nærhornið.

Wolves er að fylgja á eftir góðri frammistöðu gegn Man Utd í síðustu umferð þar sem leikar enduðu 1-1.

Eins og staðan er núna er Wolves á botninum með sex stig og West Ham í 18. sæti með 14 stig en það eru enn 12 stig upp í öruggt sæti fyrir Wolves.

West Ham er án sigurs í síðustu átta leikjum og er fjórum stigum frá öruggu sæti, Nuno Espirito Santo er því undir mikilli pressu.
Athugasemdir
banner
banner