Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Real þarf að finna lausn
Hvernig fyllir Xabi Alonso í skarðið sem Mbappé skilur eftir sig?
Hvernig fyllir Xabi Alonso í skarðið sem Mbappé skilur eftir sig?
Mynd: EPA
Jólafríið er búið hjá spænskum fótboltamönnum og eru fimm leikir á dagskrá í dag áður en liðin fá nokkurra daga hvíld fyrir bikarumferð sem fer fram í miðri viku.

Sevilla hefur leik gegn botnliði Levante áður en Real Madrid spilar við Real Betis í konunglegum slag.

Madrídingar þurfa á sigri að halda þar sem þeir eru sjö stigum á eftir toppliði Barcelona og með leik til góða. Kylian Mbappé hefur verið að bera liðið á herðum sér en hann er meiddur næstu vikurnar og verður því ekki með í dag. Franska ofurstjarnan er búin að skora 11 mörk og gefa eina stoðsendingu í síðustu 7 keppnisleikjum.

Alaves og Mallorca eiga svo heimaleiki á sama tíma áður en Real Sociedad spilar við Atlético Madrid í síðasta leik helgarinnar.

Orri Steinn Óskarsson hefur verið fjarverandi vegna meiðsla síðustu mánuði og er liðið aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum. Sociedad er með 17 stig eftir 17 umferðir, aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Andstæðingar þeirra koma í heimsókn frá Madríd og þurfa á sigri að halda í toppbaráttunni. Atlético getur endurheimt þriðja sætið með sigri og haldið þannig pressu á nágrönnum sínum í liði Real.

Leikir dagsins
13:00 Sevilla - Levante
15:15 Real Madrid - Real Betis
17:30 Alaves - Real Oviedo
17:30 Mallorca - Girona
20:00 Real Sociedad - Atletico Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner
banner
banner