Ruben Amorim þjálfari Manchester United endaði fréttamannafundinn sinn eftir jafntefli gegn Leeds United með ummælum sem hafa vakið mikla athygli.
Ummæli hans frá aðfangadegi hafa verið mikið í umræðunni þar sem hann ýjaði að því að félagið væri ekki reiðubúið til að styðja við bakið á sér á leikmannamarkaðinum.
04.01.2026 09:00
Amorim: Alltof dýrt að spila leikkerfið sem ég vil
Hann var spurður aftur út í ummælin og ræddi um stöðu sína hjá Man Utd.
„Ég kom hingað til að vera stjóri Manchester United, ekki til að vera þjálfari Manchester United. Það er staðreynd. Ég veit að ég heiti ekki (Antonio) Conte, ég heiti ekki (José) Mouriho, en ég er stjóri Manchester United og þannig verður það næstu 18 mánuði eða þegar stjórnin ákveður að breyta til," sagði Amorim eftir 1-1 jafntefli.
„Ég ætla ekki að hætta í þessu starfi. Ég ætla að halda áfram að sinna mínu starfi þar til einhver annar kemur hingað til að taka við."
04.01.2026 15:23
Amorim: Hefði verið allt öðruvísi í fyrra
Athugasemdir






