Ítalska félagið Udinese hefur hafnað opnunartilboði Fulham í miðjumanninn öfluga Arthur Atta.
Fulham bauð 20 milljónir evra fyrir Atta en Udinese hefur engan áhuga á að selja leikmanninn.
Atta hefur verið einn af betri miðjumönnum tímabilsins á Ítalíu en hann er 22 ára gamall og með þrjú og hálft ár eftir af samningi.
Atta er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi en hefur góða tæknilega getu og hraða. Hann getur líka spilað úti á kanti.
Hann ólst upp hjá Rennes og Metz í Frakklandi og lék sex leiki fyrir U20 landsliðið. Hann er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fimmtán leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir


