Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frattesi á leið til Tyrklands
Mynd: EPA
Davide Frattesi er á leið til Galatasaray frá Inter en ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir frá þessu.

Hann fer á láni til tyrkneska liðsins en félagið mun síðan festa kaup á honum fyrir rúmlega 30 milljónir evra.

Di Marzio segir frá því að félögin hafi komist að samkomulagi og þetta sé í höndum Frattesi.

Frattesi er 26 ára gamall en hann gekk til liðs við Inter frá Sassuolo árið 2023. Hann hefur spilað 104 leiki og skorað 15 mörk.
Athugasemdir
banner
banner