Espanyol 0 - 2 Barcelona
0-1 Dani Olmo ('86 )
0-2 Robert Lewandowski ('90 )
0-1 Dani Olmo ('86 )
0-2 Robert Lewandowski ('90 )
Espanyol hefur verið eitt helsta spútnik lið tímabilsins í efstu deild spænska boltans og tók á móti nágrönnum sínum í Barcelona í lokaleik dagsins.
Espanyol var betra liðið í fyrri hálfleik og fékk góð færi til að skora en tókst ekki að taka forystuna. Börsungar vöknuðu til lífsins eftir leikhléð og úr varð opinn, jafn og skemmtilegur leikur.
Bæði lið fengu góð færi til að skora en að lokum var það gæðamunurinn sem skipti sköpum. Fermín López gerði virkilega vel í því að búa til opnunarmark leiksins á 86. mínútu. Hann þaut í gegnum miðsvæði vallarins og gaf boltann á Dani Olmo sem kláraði virkilega vel með glæsilegu skoti við vítateigslínuna.
Skömmu síðar slapp Fermín í gegn eftir skyndisókn og bjó til annað mark. Í þetta skiptið stakk hann varnarmann af áður en hann lagði upp fyrir Robert Lewandowski sem skoraði af stuttu færi. Lokatölur 0-2.
Barca er með 49 stig eftir 19 umferðir, sjö stigum fyrir ofan Real Madrid sem á leik til góða.
Espanyol er áfram í fimmta sæti með 33 stig eftir 18 leiki. Liðið hafði unnið fimm deildarleiki í röð fyrir tapið gegn nágrönnum sínum í kvöld.
Athugasemdir




