Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 14:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: McGinn og Watkins sjóðandi heitir
Mynd: EPA
Aston Villa 3 - 1 Nott. Forest
1-0 Ollie Watkins ('45 )
2-0 John McGinn ('49 )
2-1 Morgan Gibbs-White ('61 )
3-1 John McGinn ('73 )

Aston Villa var með þónokkra yfirburði þegar liðið lagði Nottingham Forest í fyrsta leik helgarinnar í úrvalsdeildinni.

Ollie Watkins hefur verið heitur að undanförnu en hann klikkaði hins vegar á dauðafæri strax í upphafi leiks. Hann fékk boltann inn á markteignum en lét John Victor í marki Forest verja frá sér.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiks náði Watkins hins vegar að bæta upp fyrir það og skoraði. Hann hefur skorað sjö mörk í deildinni, þar af fjögur í síðustu þremur leikjum.

John McGinn bætti öðru markinu við snemma í seinni hálfleik eftir fyrirgjöf frá Matty Cash. Eftir klukkutíma leik slapp Morgan Gibbs-White einn í gegn og kláraði snyrtilega framhjá Emi Martinez.

Stuttu síðar fór John Victor í glórulaust úthlaup og McGinn skoraði örugglega af löngu færi. Victor meiddist við að reyna verjast og þurfti að fara af velli.

Þetta reyndist síðasta mark leiksins og Aston Villa er komið aftur á sigurbraut eftir tapið gegn Arsenal í síðustu umferð. Nottingham Forest hefur tapað fjórum leikjum í röð. Aston Villa fór upp fyrir Man City í 2. sæti í bili að minnsta kosti, liðið er með 42 stig eftir 20 umferðir. Nottingham Forest er í 17. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner