Markvörðurinn Marvin Darri Steinarsson er kominn aftur til Vestra eftir eins árs fjarveru.
Marvin Darri er 24 ára gamall og lék með Gróttu í fyrrasumar eftir að hafa verið hjá Vestra frá 2022 til 2024.
Hann er uppalinn á Akranesi og hóf ferilinn með Skallagrími en hefur einnig leikið fyrir Víking Ólafsvík og Kára á ferlinum.
Marvín lék 20 leiki með Vestra í Lengjudeildinni á fyrstu tveimur árunum á Ísafirði en var orðinn varamarkvörður eftir að liðið fór upp í Bestu deildina. Hann átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild sumarið 2023 og lék svo aðeins tvo bikarleiki sumarið 2024.
Guy Smit var aðalmarkvörður Vestra í fyrra en er runninn út á samningi.
Athugasemdir




