Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Ótrúlegar lokamínútur á Craven Cottage
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fulham tók á móti Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag og var staðan jöfn, 1-1, þegar komið var í uppbótartíma.

Þegar þangað var komið réði dramatíkin ríkjum þar sem Cody Gakpo skoraði á 94. mínútu. Liverpool fagnaði dátt því sem leit út fyrir að vera sigurmark leiksins, en fagnaðarlætin entust skammt.

Gakpo var réttur maður á réttum stað þegar hann nýtti sér misskilning á milli markvarðar Leeds og varnarmanns sem tókst ekki að stöðva fyrirgjöf frá Jeremie Frimpong.

Sjáðu markið

Varnartengiliðurinn Harrison Reed kom inn af bekknum í uppbótartímanum, skömmu fyrir mark Gakpo, til að þétta miðjuna hjá heimamönnum. Marco Silva þjálfari hefur ekki búist við að Reed ætti eftir að ráða úrslitum í þessum leik.

Miðjumaðurinn fékk boltann fyrir utan vítateig Liverpool eftir innkast á 97. mínútu og honum leið vel. Hann ákvað að þruma boltanum að marki. Úr varð magnað skot sem Alisson Becker átti aldrei möguleika á að verja. Boltinn þaut undir samskeytin í fjærhorninu og reyndist Reed ólíkleg hetja á Craven Cottage. Lokatölur 2-2.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner