Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Reyndi að fiska víti gegn Arsenal
Mynd: Bournemouth
Mynd: EPA
Bournemouth tapaði fjörugum heimaleik gegn toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hinn 25 ára gamli Amine Adli kom inn af bekknum í síðari hálfleik en tókst ekki að skora jöfnunarmarkið sem hann þráði. Þegar komið var í uppbótartíma var Adli orðinn nokkuð örvæntingarfullur og fór áhugaverða leið í tilraun sinni til að hafa áhrif á leikinn.

Það voru tæplega tvær mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma þegar boltinn rúllaði í vítateig Arsenal. David Raya markvörður reyndi að eyða sem mestum tíma á meðan boltinn rúllaði meðfram jörðinni.

Raya beið lengi með að taka boltann upp og ákvað Adli að setja pressu á markvörðinn með að hlaupa í áttina að boltanum.

Brasilíski miðvörðurinn Gabriel Magalhaes ætlaði ekki að gefa Adli greiða leið að markverðinum sínum og var kominn með góða stöðu fyrir hlaupaleið leikmannsins.

Þegar Adli sá að hann átti enga möguleika á að ná til boltans tók hann upp á því að reyna að fiska vítaspyrnu.

Hann hljóp aftan að Gabriel og skutlaði sér á hann með hausinn á undan. Adli lagðist sárkvalinn í jörðina og gaf merki um olnbogaskot þegar hann leit upp til dómarans.

Dómarinn harðneitaði að gera eitthvað í málinu þrátt fyrir mótmæli Adli, sem var mögulega heppinn að sleppa við að fá seinna gula spjaldið sitt fyrir leikaraskap og mótmæli.

Adli er sóknarsinnaður miðjumaður og á 16 leiki að baki fyrir landslið Marokkó, en var ekki valinn í hópinn fyrir Afríkukeppnina á heimavelli.

Hann var mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Frakklands á sínum tíma og lék fyrir Toulouse og Bayer Leverkusen áður en hann var keyptur til Bournemouth síðasta sumar, fyrir um 25 milljónir punda.

Amine Adli Fallon d'Floor vs Arsenal
byu/977x insoccer

Athugasemdir
banner
banner