Daniel Farke þjálfari Leeds United var ánægður með stig eftir jafntefli gegn Manchester United í dag.
Brenden Aaronson tók forystuna fyrir Leeds í síðari hálfleik en Matheus Cunha jafnaði skömmu síðar eftir stoðsendingu frá Joshua Zirkzee.
„Þegar maður er nýliði í deildinni er alltaf gott að ná í stig gegn Man Utd. Þetta var ekki okkar besti leikur, okkur vantaði nokkra lykilmenn og strákarnir voru þreyttir. Þrátt fyrir það fundum við leið til að ná í stig," sagði Farke.
„Við tókum forystuna og hefðum getað haldið henni sem gerir mig vonsvikinn, en þegar ég róa mig niður og skoða leikinn í heild þá viðurkenni ég að þetta eru sanngjörn úrslit. Þetta er gott stig fyrir okkur til að halda áfram að fjarlægast fallsvæðið. Ég er samt smá svekktur að hafa ekki náð í þrjú stig. Leikjaálagið hafði áhrif."
Leeds er með 22 stig eftir 20 umferðir, átta stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir




