Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 14:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Alfons og Willum komu við sögu í sigri á toppliðinu
Mynd: Gleðjum Saman
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson byrjuðu báðir á bekknum þegar Birmingham fékk topplið Coventry í heimsókn í dag.

Marvin Ducksch kom Birmingham yfir snemma leiks en Josh Eccles jafnaði metin strax í kjölfarið. Lewis Koumas, lánsmaður frá Liverpool, sá til þess að Birmingham var með 2-1 forystu í hálfleik.

Ellis Simms jafnaði metin aftur fyrir Coventry eftir klukkutíma leeik en þremur mínútum síðar skoraði Ducksch sitt annað mark og þriðja mark Birmingham og hann tryggði liðinu um leið sigurinn. Alfons og Willum komu inn á 71. og 72. mínútu.

Coventry hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en er samt sem áður á toppnum með 52 stig, átta stigum meira en Ipswich sem á leik til góða, leik liðsins gegn Portsmouth sem átti að fara fram í dag var frestað vegna veðurs.

Birmingham er í 13. sæti með 34 stig. QPR vann botnlið Sheffield Wednesday nokkuð örugglega.

QPR 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Rumarn Burrell ('14 )
2-0 Rayan Kolli ('81 )
3-0 Rayan Kolli ('88 )

Birmingham 3 - 2 Coventry
1-0 Marvin Ducksch ('6 )
1-1 Josh Eccles ('8 )
2-1 Lewis Koumas ('17 )
2-2 Ellis Simms ('60 )
3-2 Marvin Ducksch ('63 )
Rautt spjald: Bobby Thomas, Coventry ('90)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 25 15 7 3 55 26 +29 52
2 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
3 Middlesbrough 25 12 7 6 33 26 +7 43
4 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
5 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
6 Preston NE 25 10 10 5 34 25 +9 40
7 Millwall 25 11 7 7 27 32 -5 40
8 Bristol City 25 11 6 8 38 27 +11 39
9 Stoke City 25 11 4 10 30 23 +7 37
10 Wrexham 25 9 10 6 36 31 +5 37
11 Derby County 25 9 8 8 34 33 +1 35
12 QPR 25 10 5 10 35 39 -4 35
13 Leicester 25 9 7 9 35 37 -2 34
14 Southampton 25 8 9 8 38 34 +4 33
15 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
16 Swansea 25 9 5 11 26 31 -5 32
17 Birmingham 25 8 7 10 32 34 -2 31
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 24 7 7 10 23 30 -7 28
20 Blackburn 24 7 6 11 22 28 -6 27
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 25 6 6 13 28 37 -9 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 24 1 8 15 18 48 -30 -7
Athugasemdir
banner
banner