Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin í dag - Búist við sigri heimamanna
Mynd: EPA
Heimamenn í liði Marokkó taka á móti Tansaníu í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag.

Búist er við þægilegum sigri Marokkó gegn Tansaníu sem rétt skreið upp úr riðlakeppninni með tvö stig.

Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mun annað hvort mæta Suður-Afríku eða Kamerún í 8-liða úrslitunum.

Suður-Afríka og Kamerún eigast við í gífurlega spennandi slag síðar í dag þar sem tvær stórar fótboltaþjóðir úr álfunni mætast.

Senegal og Malí komust áfram í 8-liða úrslitin í gær.

Leikir dagsins
16:00 Marokkó - Tansanía
19:00 Suður-Afríka - Kamerún
Athugasemdir
banner
banner