Það er leikið þétt í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. Í hádeginu á morgun hefst ný umferð.
Brynjar Atli Bragason, fyrrum markvörður Breiðabliks, spáir í leikina að þessu sinni.
Brynjar Atli Bragason, fyrrum markvörður Breiðabliks, spáir í leikina að þessu sinni.
Aston Villa 1 - 0 Nottingham Forest (12:30 á morgun)
Það kemur eitthvað klaufamark, líklegast frá hafsenti, verður frekar flatur leikur.
Brighton 2 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Brighton byrjar árið 2026 með krafti. Danny Danny velkominn back skorar bæði og siglir sigrinum heim.
Everton 1 - 1 Brentford (15:00 á morgun)
Stórmeistara jafntefli sem gerir það að verkum að bæði lið sogast neðar í töflunni eftir umferðina. Það verður enginn shocker að Igor Thiago skori úr víti.
Bournemouth 1 - 2 Arsenal (17:30 á morgun)
Boring Arsenal skora úr tveimur föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Semenyo heitur og skorar snemma í seinni hálfleik en Arsenal setur í lás eftir það.
Leeds 0 - 2 Man Utd (12:30 á sunnudag)
Ég veit ekki hvað það er en það er eitthvað svo gaman að sjá Man U tapa. Það verður þó því miður ekki raunin þessa umferðina.
Wolves 1 - 0 West Ham (15:00 á sunnudag)
Wolves hafa verið sér til skammar. Leikmenn settu sér áramótaheiti sem er að vinna að minnsta kosti einn leik þetta tímabilið. New year new me og allt það.
Fulham 1 - 2 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Úff gut-feeling segir að þetta fari jafntefli en tengdafjölskyldan verður ekki sátt ef ég spái því. Ég spái því útisigri og ég fæ að koma í mat til tengdó til að fagna sigrinum.
Newcastle 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á sunnudag)
Gæti ekki verið meira sama um þennan leik.
Tottenham 1 - 2 Sunderland (15:00 á sunnudag)
Ég held með Sunderland þetta tímabil. Hafa verið dálítið kaldir seinustu leiki en þeir ná 100% Evrópusæti.
Man City 2 - 0 Chelsea (17:30 á sunnudag)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar imo. Pep skákar og mátar.
Fyrri spámenn:
Páll Sævar (7 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Óskar Borgþórs (6 réttir)
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Sandra Erlingsdóttir (5 réttir)
Björn Bragi (5 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Ásgeir Frank (4 réttir)
Viktor Bjarki (4 réttir)
Nablinn (4 réttir)
Helgi Guðjónsson (4 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Siggi Höskulds (3 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 19 | 14 | 3 | 2 | 37 | 12 | +25 | 45 |
| 2 | Man City | 19 | 13 | 2 | 4 | 43 | 17 | +26 | 41 |
| 3 | Aston Villa | 19 | 12 | 3 | 4 | 30 | 23 | +7 | 39 |
| 4 | Liverpool | 19 | 10 | 3 | 6 | 30 | 26 | +4 | 33 |
| 5 | Chelsea | 19 | 8 | 6 | 5 | 32 | 21 | +11 | 30 |
| 6 | Man Utd | 19 | 8 | 6 | 5 | 33 | 29 | +4 | 30 |
| 7 | Sunderland | 19 | 7 | 8 | 4 | 20 | 18 | +2 | 29 |
| 8 | Everton | 19 | 8 | 4 | 7 | 20 | 20 | 0 | 28 |
| 9 | Brentford | 19 | 8 | 3 | 8 | 28 | 26 | +2 | 27 |
| 10 | Crystal Palace | 19 | 7 | 6 | 6 | 22 | 21 | +1 | 27 |
| 11 | Fulham | 19 | 8 | 3 | 8 | 26 | 27 | -1 | 27 |
| 12 | Tottenham | 19 | 7 | 5 | 7 | 27 | 23 | +4 | 26 |
| 13 | Newcastle | 19 | 7 | 5 | 7 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 14 | Brighton | 19 | 6 | 7 | 6 | 28 | 27 | +1 | 25 |
| 15 | Bournemouth | 19 | 5 | 8 | 6 | 29 | 35 | -6 | 23 |
| 16 | Leeds | 19 | 5 | 6 | 8 | 25 | 32 | -7 | 21 |
| 17 | Nott. Forest | 19 | 5 | 3 | 11 | 18 | 30 | -12 | 18 |
| 18 | West Ham | 19 | 3 | 5 | 11 | 21 | 38 | -17 | 14 |
| 19 | Burnley | 19 | 3 | 3 | 13 | 20 | 37 | -17 | 12 |
| 20 | Wolves | 19 | 0 | 3 | 16 | 11 | 40 | -29 | 3 |
Athugasemdir




