Celtic fékk Rangers í heimsókn í grannaslagnum í Glasgow í skosku deildinni í dag.
Hyun-Jun Yang sá til þess að Celtic var með 1-0 forystu í hálfleik en Chermiti skoraði tvö mörk með níu mínútna millibili og Ranger svar komið með forystuna eftir klukkutíma leik.
Hyun-Jun Yang sá til þess að Celtic var með 1-0 forystu í hálfleik en Chermiti skoraði tvö mörk með níu mínútna millibili og Ranger svar komið með forystuna eftir klukkutíma leik.
Hinn 18 ára gamli Mikey Moore innsiglaði 3-1 sigur Rangers.
Þetta var sjötta tap Celtic í átta leikjum síðan Wilfried Nancy tók við fyrir mánuði síðan. Brendan Rodgers hætti óvænt í október. Martin O'Neill stýrði liðinu tímabundið og liðið vann sjö af átta leikjum undir hans stjórn.
Celtic er í 2. sæti með 38 stig, þremur stigum á eftir Hearts en Rangers jafnaði Celtic af stigum með sigrinum í dag.
Athugasemdir




