Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Einstaklingsmistök skemma fyrir okkur
Mynd: EPA
Mynd: Nottingham Forest
Sean Dyche þjálfari Nottingham Forest var svekktur eftir tap gegn Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Morgan Rogers og gerði John McGinn út um viðureignina með tvennu í síðari hálfleik. Lokatölur 3-1.

„Þetta er mjög pirrandi fyrir okkur. Strákarnir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel allt þar til þeir hleyptu inn marki í lokin og þeir gáfu tvö auðveld mörk í seinni hálfleik. Þar fyrir utan vorum við góðir, við töpuðum útaf klaufagangi og kæruleysi. Ef þú gefur andstæðingi þínum í ensku úrvalsdeildinni tvö ódýr mörk þá er mjög erfitt að vinna leikinn," sagði Dyche við myndavélarnar.

„Ég er ánægður með hugarfarið sem leikmenn eru að sýna en við verðum að hætta að klúðra einföldu hlutunum. Undirstöðuatriðin hafa verið að bregðast okkur á köflum, leikmenn missa einbeitingu í smá stund og gera mistök sem orsaka mark. Þetta er mjög fúlt útaf því að svona mistök eyðileggja vinnuna sem leikmenn eru búnir að leggja í leikinn. Við verðum að lagfæra þetta."

Markvörðurinn John Victor gerði slík mistök þegar hann gaf Aston Villa fjórða og síðasta mark leiksins eftir að hafa farið í furðulega skógarferð langt út úr vítateignum. Hann meiddist í leiðinni og þurfti að vera skipt af velli.

„Hann veit að hann gerði mistök en svona getur komið fyrir. Við erum með góðan hóp en einstaklingsmistök hafa verið að kosta okkur. Ég vona að hann geti verið klár í slaginn aftur sem fyrst."

Forest er með 18 stig eftir 20 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið heimsækir West Ham United í mikilvægum fallbaráttuslag á þriðjudaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner