Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 04. janúar 2026 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Silva: Búumst við nýjum leikmönnum á næstu dögum
Mynd: EPA
Marco Silva þjálfari Fulham er spenntur fyrir janúarglugganum á leikmannamarkaðinum. Hann segir að félagið þurfi á nýjum leikmönnum að halda til að styrkja leikmannahópinn.

Fulham hefur verið orðað við ýmsa leikmenn undanfarna daga og var Silva spurður hvort hann búist við nýjum leikmönnum inn á næstu dögum.

„Við erum öll að vinna að sama markmiði. Þarfir hópsins eru skýrar, við vitum nákvæmlega hvaða stöður við þurfum að styrkja. Okkur vantar leikmenn, það eru meiðsli og menn eru að taka þátt í Afríkukeppninni. Ég einbeiti mér að fótboltahliðinni og stjórnendurnir sjá um allt annað," sagði Silva.

„Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna og hvernig þeir eru búnir að bregðast við mótlæti. Þó að við séum með fimm eða sex unglinga á bekknum þá skiptir það ekki máli, við erum samt að sækja stig. Þetta snýst mikið um hugarfar og sjálfstraust."

Fulham er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í síðustu fjórum umferðum í úrvalsdeildinni og situr um miðja deild með 27 stig eftir 19 umferðir - aðeins sex stigum frá meistaradeildarsæti.

„Við búumst við að fá inn leikmenn á næstu dögum en ég get ekki lofað neinu. Leikmannamarkaðurinn getur verið erfiður, sérstaklega í janúar."
Athugasemdir
banner
banner