Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 03. janúar 2026 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Joan García hrinti Martín fyrir skotið
Mynd: EPA
Barcelona er að spila spennandi leik við nágranna sína í Espanyol í efstu deild spænska boltans þessa stundina og er staðan markalaus þegar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.

Leikurinn er búinn að vera gríðarlega jafn og skemmtilegur þar sem nóg hefur verið um færi á báða bóga.

Espanyol komst í gott færi í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þökk sé góðri varnarvinnu hjá Joan García, markverði Barcelona, sem hrinti liðsfélaga sínum fyrir skotið.

Gerard Martín stóð fyrir boltanum en García fannst hann ekki vera að gera nóg til að stöðva boltann svo hann ákvað að hrinda hressilega í bakið á honum með báðum höndum.

Martín datt framfyrir sig við bakhrindinguna og náði þannig að fara fyrir marktilraunina og koma mögulega í veg fyrir mark.

Joan Garcia sending Gerard Martin to block a shot
byu/DragonOfDojima6 insoccer

Athugasemdir
banner
banner