Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Janúarglugginn er galopinn og það er mikið um áhugavert slúður tengt honum.
Rodrygo, 24, vængmaður Real Madrid, vill yfirgefa félagið en Arsenal, Man City og Liverpool hafa áhuga. (AS)
Man Utd skoðar möguleikann á að fá Carlos Baleba, 21, miðjumann Brighton. Félagið mun líklega ekki gera tilboð fyrr en í sumar. (Sky Sports)
West Ham er í viðræðum við Lazio um kaup á argentíska framherjanum Taty Castellanos, 27, fyrir 25 milljónir punda. (Mail)
Það er einnig í forgangi hjá félaginu að næla í miðvörð en West Ham hefur enn áhuga á Charlie Cresswell, 23, miðverður Toulouse. Hann hefur spilað með U21 landsliði Englands. (Guardian)
Liverpool, Man Utd og Newcastle fylgjast með Othmane Maamma, tvítugum framherja Watford. (Teamtalk)
Juventus hefur sett sig í samband við West Ham um kaup á Guido Rodriguez, 31. (La Corriere dello Sport)
Crystal Palace, Leeds og Nottingham Forest hafa áhuga á Joe Willock, 26, miðjumanni Newcastle. (i paper)
Newcastle er að undirbúa tilboð í Dayann Metalie, 19, varnarmann Toulouse en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir franska liðið í fyrra. (Sun)
Arnaud Kalimuendo, 23, mun líklega ganga til liðs við Frankfurt á láni frá Nottingham Forest. (Athletic)
Það gengur illa hjá Fulham að klára kaupin á Ricardo Pepi, 22, framherja PSV. (Teamtalk)
Man Utd mun leyfa Sam Mather, 21, að yfirgefa félagið en lið í Tyrklandi og í Bandaríkjunum hafa áhuga á enska vængmanninum. (Sun)
Chelsea er að undirbúa tilboð í Morgan Rogers, 23, leikmann Aston Villa og Ethan Nwaneri, 18, leikmann Arsenal. (CaughtOffside)
Athugasemdir



