Brenden Aaronson kom Leeds yfir gegn Man Utd í dag en Matheus Cunha bjargaði stigi fyrir United aðeins þremur mínútum síðar.
Leeds er á góðu skriði en liðið er taplaust í síðustu sjö leikjum.
Leeds er á góðu skriði en liðið er taplaust í síðustu sjö leikjum.
„Það er frábært fyrir liðið að vera ósigrað áfram en auðvitað vildum við þrjú stig. Liðið slökkti aðeins á sér eftir að við skoruðum, við þurfum alltaf að vera með fulla einbeitingu," sagði Aaronson.
„Þegar ég sé að Calvert-Lewin er að fara í skallabolta reyni ég að hlaupa í kringum hann. Ég hljóp á bakvið vörnina og vonaðist til að vera heppinn. Boltinn kom til mín, held að varnarmaðurinn hafi ekki vitað að ég myndi taka þetta hlaup. Náði góðri snertingu svo var það bara spurning um að setja boltann á markið."
Athugasemdir


